Sunnudagur 2. júní 2002
Boltinn farinn að rúlla
Núna situr Finnur límdur fyrir framan sjónvarpið og horfir á heimsmeistarakeppnina… Reyndar tekur hann leikina upp á næturna og horfir síðan á þá á daginn – og ég kem hlaupandi frá tölvunni í svefnherberginu þegar þeir skora mark… 🙂
Ég greip hann nú samt í morgun áður en hann náði að kveikja á sjónvarpinu og klippti á honum hárið, enda orðinn algjör lubbi! En núna er hann fínn og strokinn eins og vera ber! 🙂
Annars er ég að reyna að vinna þessa helgi, sem er óvenjulegt því ég hef verið extra löt allt misserið og ekki gert handtak um flestar helgar. Núna er C++ minn besti vinur… ja, eða þannig, en ég er að reyna að forrita í því fyrir tónlistarkúrsinn. Best að fara að “feika” gítarstrengi! 🙂
Fjölgun!
Þau Hildur og Óli eignuðust myndarstúlku þann 30. maí. Hjartanlega til hamingju með stúlkuna Hildur og Óli!! 🙂 Við rennum við í Mosfellsdalinn í heimsókn eftir svona mánuð eða svo … 🙂