Sunnudagur 12. maí 2002
Göngutúrar
Við Finnur erum nýkomin úr klukkutíma löngum göngutúr upp að The Big Dish (tæpur hálftími fram og til baka). Við fórum þangað í þeim tilgangi að ýta á einn takka og skrifa niður hvenær við gerðum það fyrir Dr. Linscott sem er í burtu í rúma viku. Fyrsta “ýtingin” var á föstudaginn og sú síðasta verður á miðvikudaginn næsta. Hann er sem sagt að hlusta á himininn og vill gera það á mismunandi tíðnum svo ég hef verið að ýta á takkann sem breytir tíðninni um 100 kHz… 🙂
West Wing
Þess fyrir utan er helgin búin að vera West Wing helgi, því eftir að hafa gert DVD spilarann okkar að heimsborgara, þá getum við núna horft á fyrstu 12 þættina í seríu 1 sem við keyptum frá Bretlandi um daginn. Við vorum nefnilega svo vitlaus að horfa ekki á þá á sínum tíma heima á Íslandi. Í gær horfðum við á heila FIMM þætti sem tók enga stund því það eru ENGAR AUGLÝSINGAR!!! Ég fæ samt ennþá kipp í hendina þegar skjárinn verður svartur (fyrir auglýsingahléin) en þegar þátturinn heldur strax áfram þá líður manni betur… 🙂
Vefvandræði
Það er búið að vera vesen á tölvunni minni, amk þá hefur mér gengið brösuglega að hafa samband við radio-blonde heiman frá mér. Ég veit ekki alveg hvað er að…