TKP2 Halloween
Föstudagur 28. október 2005 (HMG) [Sett á netið 11. nóvember 2005]
[The Halloween gathering at Anna's daycare.]
Það var haldið dálítil hrekkjavöku-samkoma í bekknum hennar Önnu Sólrúnar, föstudaginn fyrir hrekkjavökuna sjálfa.
Halloween partý-tilkynningin.
Hamagangur í garðinum við að koma krökkunum í búninga.
Savri og mamma hennar.
Tígrisdýrið Anna felur sig fyrir bráðinni...
Öku-tígur.
Imelda með Ellu.
Maya og Chocco.
Maya loksins búin að koma Mínu Músar eyrunum upp.
Fjör á ökubraut, McKayli er fremst og Norah og Anna fyrir aftan.
Hvað segir tígrisdýrið? Wrowrrr!
Systkinin Maya og Daniel.
Anna Sólrún fékkst til að setja upp hettuna í heilar þrjár sekúndur.
Peter kusa.
Öll dýrin í þessum skógi eru sko vinir! :)
Ian blettatígur og mamma hans.
Það er skrítið að hugsa til þess að Anna Sólrún var svona lítil fyrir bara ári síðan.
Skott og hali.
Fullt af foreldrum mættir.
Norah, ennþá í borgaralegum fötum.
Angelina, stóra systir Saavri.
Greta og pabbi hennar.
Ella flýgur um á hjólinu.
Ætli þessi hali sé góður á bragðið?
Mamma Spencers komin með búninginn hans.
Imelda með Saavri sem harðneitaði að vera býfluga.
Fékk í staðinn að vera ábúðarmikil galdrakona.
Maya gerir jafnvægisæfingar.
Spencer orðinn að graskeri hjá stoltri mömmu og móðurforeldrum.
Ella býfluga.
Norah hjá pabba sínum.
Mamma Spencers og foreldrar hennar.
Mikið fjör í kastalanum.
Hmmm, ætli þetta sé óhætt?
Spencer þýtur hjá.
Síðan fengu allir krakkarnir rúsínubox og voru látin setjast á heybaggann og dýnuna. Hér eru Ian, Ella, Saavri og Greta.
Spencer grasker, Anna Sólrún tígrisdýr og Norah rauðhetta.
Þau sátu þarna alveg í heila eilífð og borðuðu sínar rúsínur.
McKayli reynir að sleppa en er vísað aftur til sætis af pabba sínum.
Foreldrarnir taka myndir í gríð og erg.
Leikskólakennararnir Chocco og Imelda með krökkunum.
Mikið fjör og mikið gaman! :)
Foreldrar Ians.
Þessar rúsínur entust alveg ótrúlega lengi.
McKayli sloppinn aftur.
Best að dreifa rúsínunum á borðið, auðveldara að ná í þær þannig.
Ennþá verið að taka myndir!
Að lokum kláruðust rúsínurnar og þá var Anna Sólrún ekki lengi að þefa uppi "organic" kartöfluflögurnar,
hún er kolvetnisfíkill eins og móðir hennar... :)
Greta og pabbi hennar.
Spjallað saman.
Krakkarnir máluðu þessi grasker fyrr um daginn.
Ian fær koss hjá McKayli.
Fyndið! :)
Tvíhöfða tígrisdýr rennir sér niður rennibrautina...
... og uppgötvar skottið á sér!
"Jumping tiger, running bee".
Eins manns vegasölt.
Foreldrar Noruh.
Foreldrar McKayli.
Foreldarar Önnu og Anna Sólrún.
Komin heim og búin að kveikja á verðlauna-graskerinu sem Finnur skar út í vinnunni sinni fyrr um daginn.
Hann fékk $25 gjafakort fyrir þetta fríhendis teiknaða og útskorna listaverk í vinnunni! :)
Finnur kúrir á sófanum eftir annasaman dag á meðan Anna Sólrún spilar lög á farsímanum sínum.
Comments:
|