Happy Hollows
Laugardagur 3. september 2005 (HMG) [Sett á netið 26. september 2005]
[Finnur, Anna and the "Fremont crowd" go to Happy Hollows.]
Finnur, Anna Sólrún og "Fremont gengið" fóru suður í skemmti/dýragarð sem heitir Happy Hollows. Ég hafði reyndar farið með Önnu Sólrúnu þangað fyrr í vikunni en ekki tekið með mér myndavélina.
Guðrún með Baldur og Önnu Sólrúnu í einni hringekjunni. Önnu leist víst fljótlega ekkert á þetta og hringekjan
var stoppuð svo hún kæmist af. Þegar við fórum fyrr þess viku, þá fór hún í bíla-hringekju sem fór bara
hring eftir hring, en ekki upp og niður líka eins og þessi. Henni fannst sú hringekja vera algjör snilld!
Baldur, Guðrún og skjaldbakan.
Snorri, Sif og Baldur keyrandi í risastórum rauðum bíl.
Það lifnaði heldur betur yfir Baldri þegar hann fékk að taka í stýrið! :)
Togandi í bjölluna.
Sif stýrir bát af mikilli list.
Tveir "capybaras". Við lendum oftar og oftar í því að kunna hreinlega ekki íslensku nöfnin á mörgum dýrum.
Hvað er t.d. íslenska fyrir "lemur"?
[Það er komin niðurstaða í málið - Capybaras eru víst flóðsvín sem eru
stærstu nagdýr jarðar og lemur eru refapar]
Já, ég sagði "capybaras"!
Míní-hreindýr.
Villigöltur (held ég).
Páfagaukur!
Komin í "petting-zoo" partinn. Þar má gefa dýrunum að borða.
Baldur einbeittur.
Sif að leita sér að svöngu dýri.
Llama-dýr.
Naut...
Sif að klappa asna...
... sem síðan sagði hæ! :)
Kíkjandi á dýrin.
Voru þetta ekki mýrarkettir?
Nóg af dýrum í bili, best að fara í rennibrautina! :)
Fjör og gaman! :)
Önnu Sólrúnu fannst þetta líka skemmtileg rennibraut.
Aftur, aftur! :)
Að fá sér vatnssopa í loks dags.
Comments:
|