Veitingar heima
Föstudagur - laugardags 19.-20. ágúst 2005 (HMG) [Sett á netið 15. september 2005]
[Early pics from Hrefna's sewing club, and Augusto's parents come and work their grandparently magic.]
Ég hélt saumaklúbb eitt föstudagskvöldið, hann var vel sóttur og ef það hefðu fleiri mætt hefðu þær þurft að sitja á gólfinu! Ég tók hins vegar eiginlega engar myndir, nema bara rétt í upphafi. Daginn eftir komu svo Augusto og Sarah, ásamt foreldrum Augusto, í heimsókn til okkar, en foreldrar hans koma hingað árlega frá Nýju Mexíkó svo pabbi Augusto geti farið á námskeið til að viðhalda læknaleyfinu sínu.
Föstudagur 19. ágúst 2005
Veitingarnar. Eitthvað misskildi ég uppskriftina hennar Hólmfríðar að gulrótarköku, svo hún varð hálf ó-æt,
og ég keypti hálf-skrítið súkkulaði í súkkulaðikökuna svo hún varð hálf-skrítin líka! En það var nóg af snarli
svo ég vona bara að allar hafi þær nú farið saddar heim! :)
Hekla, Sólveig, Svava María og Berglind mættu fyrstar. Síðan bættust Edda, Lotta, Guðrún og Soffía í hópinn.
Laugardagur 20. ágúst 2005
Sarah og Augusto á fullu í eldhúsinu.
Cathy, mamma Augusto, les fyrir Önnu Sólrúnu, sem var ekkert smá glöð með alla athyglina.
Mamma að trufla...
Finnur talar við Edgar, pabba Augusto.
Ekkert smá gaman á sófanum.
Komin í kubbana.
Augusto að elda...
... só-pæpíjjas!
Allur maturinn kominn á borðið...
... en Anna Sólrún var ennþá með alla athygli á sér!
Fullbúið soj-papíjjas! :) Þetta mun vera réttur frá Nýju-Mexíkó (eða bara Mexíkó), brauðið er snöggsteikt í olíu,
sem lætur það rísa, ofan á brauðið er svo sett steikt nautakjöt, laukur, kál, salsa, baunir,
ostur, kartöflur, kál o.s.frv. Nammi-gott! :)
Comments:
|