Upp um bekk
Föstudagur 27. maí - laugardagur 28. maí 2005 (HMG) [Sett á netið 3. júní 2005]
[Anna's last day in her old classroom, and a visit to the new classroom.]
Þessi föstudagur var síðasti dagurinn hennar Önnu Sólrúnar í gamla leikskólabekknum hennar. Í staðinn fyrir CIP (Craig's Infants Program) bekkinn er hún núna komin í TKP (Tiny Kids Place) bekkinn. :)
Eins og sönnum kana sæmir bjó ég til "Thank you" kort fyrir leikskólakennarana hennar og mætti með köku
(úr búð reyndar) fyrir þær og krakkana. :)
Svo fór ég í leikskólann klukkan 4 til að leyfa Önnu Sólrúnu að heimsækja nýja bekkinn sinn. Hún var svolítið
hissa yfir að sjá mig og var frekar vælin þegar við fórum ekki beint heim. Síðar kom í ljós að hún var komin
með nýja tönn, sem skýrir líklega skapið.
Milena, bekkjarsystir hennar. Sú tók sig til og beit Önnu um daginn, og ég veit ekki alveg hvernig ég á að
koma fram við hana eftir það. Líklega man hún ekkert eftir því, en ég er með fílaminni!!
Raquel fóstra með Lilly. Raqual á sjálf fimm börn og er rólyndið uppmálað. Hún sér um að svæfa flest börnin.
Sue með Mayu sem verður líka í TKP bekknum hennar Önnu Sólrúnar.
Ian, en þetta var líka síðasti dagurinn hans í CIP svo hann heldur áfram að vera bekkjarbróðir Önnu Sólrúnar.
Komin í TKP bekkinn. Þarna sitja börnina saman við eitt borð til að borða og eiga síðan að ganga frá eftir
sig í dallinn sem er bak við Önnu. Fóstran sem er í blá bolnum kallast "Chocco" og sú í bleika bolnum heitir Imelda.
Það er miklu meira um að vera í TKP. T.d. var dregin fram kista með búninum og allir fóru í "dress up".
Attikus töfrakarl. Fyrr um daginn höfðu börnin greinilega verið máluð! :)
Attikus kominn í háhælaðan skó! :)
Þarna er mamma einnar stelpunnar að "co-oppa".
Svo var kveikt á tónlist og dansað! :)
Jaimie er ein af stóru krökkunum sem fer bráðum upp um bekk.
Ekkert smá flottir skór! :) Og bara svooooldið stórir. ;)
"Taka mynd af mér!!"
Lauren vildi líka fá mynd. Hún er líka að fara upp um bek.
Saavri hins vegar var með Önnu í bekk og núna eru þær aftur orðnar bekkjarsystur! :) Þær eru góðar vinkonur.
Spencer er annar gamall bekkjarbróðir Önnu Sólrúnar.
Saavri, Anna Sólrún og Spencer á sófanum.
Ótrúlega gaman að hossa!! :)
Aiden var í hinum CIP bekknum og er nýlega komin í þennan TKP bekk.
Fötin tekin til.
Attikus, líka úr hinum CIP bekknum.
Síðan var farið út í garð. Þangað liggur þessi hallandi "gangstígur".
Litið til hægri frá myndinni að ofan. Aiden, Jaimie á hjóli og Anna Sólrún.
Krakkarnir eru rosalega duglegir að fara með bílana sína og hjólin þarna upp
og koma svo þjótandi niður aftur...
Ég fór aðeins inn aftur til að ná í dót sem ég hafði gleymt í CIP og þegar ég kom út aftur var Anna Sólrún bara
ein að klambra.
Anna Sólrún skoðar heiminn.
Anna Sólrún með "rennibrautina" í baksýn.
Saavri.
Að skoða klifrugrindina.
Síðar um kvöldið héldum við í afmælisveislu til Deirdre, sem var 28 ára þennan dag. Við vorum bara með
"litlu" myndavélina, og tókum eiginlega engar myndir!
Önnu Sólrúnu tókst að kveikja í púða í afmælinu þegar hún var að leika sér með púða nálægt kerti,
en Logi var snöggur að grípa púðann, henda honum út og slökkva í honum. :)
Það var líklega vegna þess að maturinn var svo góður! Eftir matinn fór Anna Sólrún
að þreytast og við héldum heim á leið.
Það var samt ekki endirinn á kvöldinu fyrir mig, því ég hélt svo yfir flóann í saumaklúbb til Siggu!!
Laugardagur 28. maí 2005
Finnur og Anna mála með puttunum.
Úhhh... drullumall!!
Því miður kom í ljós að málningin var ekki alveg jafn "washable" og okkar var lofað því hún
skildi eftir bletti í láns-fötunum hennar (sorrí Soffía!!!) :(
Comments:
|