Páskar
Sunnudagur 27. mars 2005 (HMG) [Sett á netið 20. apríl 2005]
[Easter arrives with mum in the hospital.]
Mamma eyddi því miður páskunum á spítalanum en lét mig vita daginn áður hvar páskaeggin væru geymd. Við vöknuðum því sæmilega snemma og strákarnir leituðu uppi páskaeggin sín sem ég hafði falið kvöldið áður. Síðan heimsóttum við mömmu snögglega á spítalann áður en strákarnir borðuðu páskalamb í Beykihlíðinni og við mæðgur fórum upp í Mosó.
Strákarnir með páskaeggin sín.
Hrefna og Anna með páskaeggið hennar Önnu.
Málshátturinn hennar Önnu Sólrúnar var "Sá sem gengur hægt, heldur lengi út og kemst lengst.
Við kíktum svo upp í Mosó til að ná í restina af páskaveislunni. Anna fékk þessa fínu gulu peysu og jarðaberjahúfu.
Hilmir, Þórarinn og Anna við eitt spilaborðið en að vanda var spiluð páska-félagsvist í Mosó á þremur borðum.
Comments:
|