Úti að leika
Laugardagur 5. mars 2005 (FBÞ) [Sett á netið 17. mars 2005]
[Out in the playyard with Baldur and Sif whom we were babysitting at the time]
Guðrún og Snorri fóru í húsgagnaleiðangur og fengu okkur til að líta eftir börnunum á meðan.
Önnu Sólrúnu finnst afskaplega gaman að rennibrautinni í bakgarðinum
Þá er þessi ferð búin, kominn tími á næstu! :)
Hún er aðeins of lítil ennþá fyrir þetta hjól, en það stoppar hana ekki í að reyna :)
Þetta hjól er meira við hæfi :)
Baldur er hins vegar eldri og þroskaðri maður, sem er búinn að uppfæra yfir í bíl.
Baldur er mikill herramaður sem hjálpar til við að ýta :)
"Úbbs! Ég er aftur föst!"
"Geturðu aðeins hjálpað mér aftur?" :)
#andvarp# "Þær eru svo ósjálfbjarga þessar konur" :)
(Þessi algjörlega uppskáldaði leikþáttur var í boði Nóatúns) ;)
Baldur kominn í sandinn.
Anna í Grænuhlíð
Baldur með láns-sólhattinn hennar Önnu
Spjallað saman í stiganum
Svo var kominn tími á eina salibunu
Sif búin að leggja bókina frá sér og komin út til að grafa holu í sandinn :)
Stuttu síðar kom Snorri færandi hendi með eplapæ og kaffi fyrir sjálfan sig því hann veit vel að ekki
er kaffidropa að fá á okkar heimili (enda drekkum við ekki kaffi og eigum ekki einu sinni kaffivél)
:)
Sif hefur eitthvað minnkað með árunum...
(eða hvað, er þetta nokkuð holan sem hún stendur í?) :)
Stuttu síðar kom Justin út að leika en hann er sonur Kristine og Kevin sem við hittum öðru hverju.
Justin með sköfuna sína :)
Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur...
Eins og sjá má var það pabbi sem kenndi henni tæknina við að renna sér niður rennibrautina :)
Comments:
|