Til USA
Laugardagur 8. janúar 2005 (HMG) [Sett á netið 6. febrúar 2005]
[We return to the USA after saying goodbye to my grandmother and Finnur's grandfather.]
Jólafríið leið allt of fljótt!!! Okkur fannst við vera nýkomin þegar það var allt í einu kominn tími til að fljúga aftur til Bandaríkjanna. :(
Þar sem Bandaríkjaflugið er ekki fyrr en eftir hádegi náðum við að stoppa stutt í Beykihlíðinni til að kveðja.
Í sófanum hjá Hrefnu ömmu.
Síðan fórum við til Eymundar í Byggðarendanum þar sem Anna og Þórarinn biðu
okkar til að keyra okkur á flugvöllinn.
Finnur, Anna, Þórarinn og Anna Sólrún í snjónum fyrir utan Byggðarendann.
Komin á flugvöllinn og að bíða eftir fluginu okkar.
Þegar kom að því að ganga út í flugvél tók Anna Sólrún að ýta kerrunni sinni
og heimtaði að fá að ýta henni út allan landganginn á flugstöðinni! Þegar við
komum að vegabréfaskoðuninni var hún hundfúl með að þurfa að stoppa :)
Stutt stopp við einn gluggann.
Fólk á leið í vélina.
Við flugum með "Svandísi"...
... og við nánari athugun reyndist margmenni í flugstjórnarklefanum! :)
Anna Sólrún var ágæt í flugvélunum á leiðinni. Vildi reyndar ekki sitja lengi í Flugleiðavélinni þannig
að við gengum fram og til baka með hana eftir ganginum (má segja að við höfum gengið til Bandaríkjanna) :)
Svo svaf hún vel í Minneapolis vélinni okkur til mikillar gleði.
Randy nágranni okkar kom svo og sótti okkur á flugvöllinn.
Eftir langt en viðburðarlítið ferðalag komum við loksins til Stanford og það var varla
að við kæmumst inn um dyrnar fyrir öllum póstinum sem beið okkar!!
(mikið til ruslpóstur að sjálfsögðu)
Comments:
|