Utilabb
I solinni, solarvarnarlaus. Er d vitamin ekki af thvi goda aftur? 🙂Read more
I solinni, solarvarnarlaus. Er d vitamin ekki af thvi goda aftur? 🙂Read more
Kalifornía var minna skemmtileg í dag en yfir helgina, vel steikjandi hiti úti (rúmlega 30 gráður) og lítill sem enginn kvöldkuldi. Sem betur fer á þetta að ganga fljótt yfir, bara heitt aftur á morgun og svo er spáð 16 stigum og rigningu um helgina. Það verður samt örugglega lóðrétt rigning, en ekki lárétt einsRead more
Litli strumpur í stuttbuxum í morgun, því það var orðið heitt úti strax kl 10. Kannski að skónum hafi verið ofaukið, en grasið var blautt og stéttin heit.Read more
Það var spáð 28-29 stiga hita í dag (og 31 á morgun) svo við skelltum okkur í síðdegisheimsókn til fjölskyldu Lulu. Þau eru með sundlaug í bakgarðinum og þar var sullað vel og lengi þó svo að hitinn í lauginn væri bara 25 stig. Finnur vippaði svo upp fiskisúpu sem var eðal í dagslok. BjarkiRead more
Dagurinn í dag var eðal. Heitasti laugardagurinn í vor, vefsíðan spáði 23 gráðum, en mig grunar að það hafi verið heitara. Finnur tók morgunvaktina að vanda og ég fékk að sofa út, sem kom sér extra vel því í gærkvöldi hélt Edda eðal-saumaklúbb í suðursveitum. Ég fór með Önnu í hinn vikulega sundtíma í hádeginuRead more
Ekki mikið að gerast þessa dagana eftir fjör helgarinnar. Dagarnir koma og fara og nú er apríl hálfnaður. Í dag var “skattadagur” í Bandaríkjunum, síðasti dagur til að senda skattskýrslurnar (já, þær eru tvær) til skattsins. Við vorum reyndar snemma í því í ár, aðallega út af íslenska framtalinu. Aldrei þessu vant freistaðist ég tilRead more
Soffía hafði samband fyrir nokkru og spurði hvort það yrði ekki einhver Íslendinga-samkoma í tilefni af páskunum. Við tókum hana upp á orðinu og stútfylltum húsið af gestum og héldum veislu í pottlukku-stíl. Hver fjölskylda kom með mat í púkkið sem einfaldaði heldur betur veisluhaldið. Allir gekk þetta vonum framar þó þröngt mættu sáttir sitja.Read more
Við óskum ykkur gleðilegra páska/vorjafdægrarhátíðar! Þegar þetta er skrifað þá er bara aðfararnótt páskadags hér, svo að hinn eiginlega páskadagur er eftir, þó svo að hann sé hafinn á Íslandi. Ég var að ljúka við að setja dót inn í lítil plast-egg, en það er víst hefðin hérna úti að dreyfa plasteggjum á grasflatir ogRead more
S | M | T | W | T | F | S |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |