Í stuttbuxum!
Litli strumpur í stuttbuxum í morgun, því það var orðið heitt úti strax kl 10. Kannski að skónum hafi verið ofaukið, en grasið var blautt og stéttin heit.Read more
Litli strumpur í stuttbuxum í morgun, því það var orðið heitt úti strax kl 10. Kannski að skónum hafi verið ofaukið, en grasið var blautt og stéttin heit.Read more
Það var spáð 28-29 stiga hita í dag (og 31 á morgun) svo við skelltum okkur í síðdegisheimsókn til fjölskyldu Lulu. Þau eru með sundlaug í bakgarðinum og þar var sullað vel og lengi þó svo að hitinn í lauginn væri bara 25 stig. Finnur vippaði svo upp fiskisúpu sem var eðal í dagslok. BjarkiRead more
Dagurinn í dag var eðal. Heitasti laugardagurinn í vor, vefsíðan spáði 23 gráðum, en mig grunar að það hafi verið heitara. Finnur tók morgunvaktina að vanda og ég fékk að sofa út, sem kom sér extra vel því í gærkvöldi hélt Edda eðal-saumaklúbb í suðursveitum. Ég fór með Önnu í hinn vikulega sundtíma í hádeginuRead more
Ekki mikið að gerast þessa dagana eftir fjör helgarinnar. Dagarnir koma og fara og nú er apríl hálfnaður. Í dag var “skattadagur” í Bandaríkjunum, síðasti dagur til að senda skattskýrslurnar (já, þær eru tvær) til skattsins. Við vorum reyndar snemma í því í ár, aðallega út af íslenska framtalinu. Aldrei þessu vant freistaðist ég tilRead more
Soffía hafði samband fyrir nokkru og spurði hvort það yrði ekki einhver Íslendinga-samkoma í tilefni af páskunum. Við tókum hana upp á orðinu og stútfylltum húsið af gestum og héldum veislu í pottlukku-stíl. Hver fjölskylda kom með mat í púkkið sem einfaldaði heldur betur veisluhaldið. Allir gekk þetta vonum framar þó þröngt mættu sáttir sitja.Read more
Við óskum ykkur gleðilegra páska/vorjafdægrarhátíðar! Þegar þetta er skrifað þá er bara aðfararnótt páskadags hér, svo að hinn eiginlega páskadagur er eftir, þó svo að hann sé hafinn á Íslandi. Ég var að ljúka við að setja dót inn í lítil plast-egg, en það er víst hefðin hérna úti að dreyfa plasteggjum á grasflatir ogRead more
Hann sonur okkar er frekar fyndinn stundum. Hann fær brjóstsviðalyfið sitt með mjólkurpela um miðnætti og yfirleitt steinsofnar hann í fanginu á manni þegar hann er búinn með pelann. Eitt kvöldið gerðist það þó ekki, því hann glaðvaknaði og stóð kátur í rimlarúminu sínu og vildi fara að leika. Hann tók því þó með jafnaðargeðiRead more
Það rigndi í dag og það á víst að rigna eitthvað meira næstu daga. Ætli þetta sé ekki síðasti rigningaskúrinn í vor, og svo þurfum við líklega að bíða fram í október eða nóvember eftir næsta skúr. Maður gleymir því yfirleitt að ef maður vökvar ekki hérna úti, þá skrælnar allt nema stóru tréin. SvonaRead more
Það stefndi í alvarlegan bleiu-skort í morgun svo það var ekki um annað að ræða en CostCo-ferð. Þar eru miklir sumardagar og endalaus garðhúsgögn, plöntur og dót til sýnis. Ég var næstum fallin fyrir garðstól í rómverskum stíl (langur legustóll) en stóðst mátið. Hins vegar féll ég kylliflöt fyrir “vatnsborði” fyrir krakkana, enda búin aðRead more
Eftir sundtímann í hádeginu í dag keyrðum við Anna til Deirdre. Það vill svo til að hún býr rétt hjá listamiðstöð, og það vildi svo til að listamiðstöðin var með sérstaka hátíð í dag til að heiðra höfundinn Remy Charlip. Sá hefur skrifað margar barnabækur, og fann upp á “póst-dönsum”, sem virka þannig að hannRead more
S | M | T | W | T | F | S |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |