Fimmtudagur 9. september 2004
Önnu öppdeit
Af Önnu er eftirfarandi að frétta. Hún segir núna “mamamamamama” (mamma) út í eitt, og stundum kemur bara “mama”. Inn á milli kemur “dadadadadada” (pabbi) og Finnur segist hafa heyrt hana kalla á dudduna sína (udda) eitt kvöldið… 🙂 Hún skríður núna út um allt, en sem betur fer er hún ekki mjög hraðskreið. Hún stoppar nefnilega alltaf inn á milli, snýr annarri löppinni eins og hún ætla að standa upp og skríður smá þannig. Hún er farin að toga sig upp og styðja sig við hluti, stundum kemst hún alla leið og stendur (t.d. á miðvikudaginn í síðustu viku) en oft er hún á einu hnéi. Hún er amk farin að gera sig líklega til að ganga einn daginn.
Í kvöld sat hún svo í kjöltunni hjá mér og fékk smá kjötbita, kartöflur, gular baunir og gúrku sem fór allt rétt ofan í hana og kom ekki upp aftur… 🙂 Síðan færðum við okkur upp á skaptið og gáfum henni yo-baby jógúrt (organic, whole milk, yadda yadda) sem Anna Sólrún borðaði með bestu lyst. Það var ekki fyrr en við sáum hvað allur jógúrt-sykurinn kætti hana að við föttuðum að jógúrt eru líklega ekki hentugur kvöldmatur, heldur á betur við í hádeginu! 🙂 Tommi (nýgiftur Stínu) kom svo í kvöldmat seinna um kvöldið…
Af leikskólanum er það að frétta að síðasta vika og þessi voru erfiðar, hún tók upp á því að fara að væla um leið og ég var að fara og gerir það enn. Eftir því sem hefur liði á þessa viku hefur hún hins vegar tekið við sér, er núna farin að skríða um og leika sér og þarf ekki lengur að hafa fóstruna límda við sig. Ég var í “co-op” í gær á leikskólanum (er með 2ja tíma vikulega vinnuskyldu á móti 9% afslætti af gjöldum) og þar var strákur að nafni Felix (þýskur) sem brunaði út um allt skríðandi og um tíma var Anna að reyna að elta hann. Ég sé þau tvö alveg fyrir mér sem mestu máta í framtíðinni! 🙂