Mánudagur 20. september 2004
Partýhelgin kom og fór
Þetta var nú meiri partýhelgin! Á föstudagskvöldinu fórum við á pöbb í Palo Alto með Önnu, á laugardaginn buðum við hrúgu af fólki/börnum í potluck/BBQ í bakgarðinum hjá okkur og það gekk rosavel, og á sunnudagskvöldið komu Kerri & John og ófrísk Taly & Tom í kvöldmat. Við vorum bara næstum því eftir okkur!! 🙂 En þetta var gaman! 🙂
Í dag komu svo Berglind og Daníel Andri í stutta leikheimsókn áður en Anna fór á leikskólann – þar sem hún sofnaði meiri að segja í eftirmiðdaginn, aldrei þessu vant! Hún sofnaði því í kvöld á réttum tíma… og hefur sofið í allt kvöld. Síðustu nótt var hún í sínu rúmi (sem gengur betur) en hún vaknaði klukkan rúmlega 1 og 5 (og fékk að drekka… Það er nokkuð ljós að ef ég fer að sofa án þess að vera með “plan” þá bara gefst ég upp og gef henn það sem hún vill… grrr) áður en hún vaknaði í alvörunni um 8 leytið.
Afrek dagsins var að fara út að “skokka” í smá stund, núna er ég bara að vona að beinhimnubólgan slaki á…