Fimmtudagur 7. október 2004
Myndaflóð
Hún Kerri kom í heimsókn í kvöld með 11 geisladiska fulla af brúðkaupsmyndum!! Allt í allt voru þetta tæplega 1700 myndir, og margar hverjar mjög góðar!! 🙂 Við sem sagt fórum í gegnum allt safnið inn á milli þess að við settum næsta geisladisk í og kóperuðum yfir á harða diskinn. Þetta voru 7.4 GB allt í allt… yikes!! 🙂
Annars lítið að frétta. Ég klippti hárið á Önnu í vikunni, núna er hún algjörlega ljósrauðhærð og svoldið strákaleg. Vonandi komum við inn myndum fljótlega. Svo er skólaárið greinilega byrjað aftur því í dag var fyrsti stóri hópfundurinn í marga mánuði. Prófessorinn hélt tölu um París því þar eyddi hann vorinu, sem var ágæt tilbreyting.
Núna er ég hins vegar að stressa mig á forseta-umræðu númer tvö… gaaaa… Ég veit ekki hvort ég hafi taugar í þetta dæmi allt saman. Gúlpitígúlp…