Sunnudagur 17. október 2004
Helgin búin
Ég festist yfir því að velja myndir til að framkalla þannig að í staðinn fyrir að fara að sofa á skikkanlegum tíma eins og sniðug stúlka, er ég ennþá á fótum klukkan rúmlega hálf tvö. Í kvöld/nótt er ég sem sagt allt í allt búin að panta 342 myndir frá og með skírninni í lok mars og þar til Steinunn kom í byrjun júní – sem er auðvitað bara nett geðveiki!
Annars var helgin góð – við fórum til Monterey eldsnemma á laugardaginn og Finnur kafaði eina ferð með Loga og Tassanee. Þeim var of kalt til að þeir vildu fara aðra ferð svo að í staðinn fórum við á Bistro 211 í Carmel sem er rekið af Íslendingi sem heitir Jón. Ekkert smá góður matur! 🙂 Á heimleiðinni stoppuðum við í “outlet-mallinu” í Gilroy of keyptum fullt af fötum á Önnu og slatta á Finn en ekki svo mikið á mig. Því miður tókust engin jólagjafakaup…