Föstudagur 22. október 2004
Hitavella
Púff! Snazz!! Whamm!! Vikan flaug hjá!! Þessa dagana fara þriðjudagar og fimmtudagar í endalausa (misfróðlega) fundi og smá leikfimi þannig að ég hef mánudag, miðvikudag og föstudag til að “vinna”. Á miðvikudögum þarf ég hins vegar að mæta á leikskólann til að hjálpa til klukkan 4, svo sá vinnudagur er stuttur svo ekki sé meira sagt. Síðasta mánudag mætti ég í skólann til að fá kommment á það sem ég er að skrifa, og meira gerði ég ekki þann dag.
Það kom því svoldið illa út í dag að Anna vaknaði með 38.8 stiga hita og fór því ekki á leikskólann. Ég lofaði sjálfri mér að vinna í staðinn í kvöld, en festist yfir “What not to wear” og sannfærði sjálfa mig að því loknu um að eitthvað nýtt væri að finna á netinu. Sem sagt – engin vinna. Grrr…
Anna er annars ennþá með um 39 stiga hita, en var merkilega brött og kát í dag á milli þess að hún lúrði. Komandi nótt ætti að vera fróðleg, en í gærnótt notaði hún mömmu-malla sem kodda hálfa nóttina…
Annars getum við ekki kvartað. Vinir okkar, Jói og Kata, eignuðust tvíburana Tinnu Margréti og Karenu Ylfu þann 12. október og fjótlega kom í ljós að eitthvað var að hjartanu í Karenu. Hún var skoðuð í Reykjavík og eftir það var öll fjölskyldan (nema Þóra Kolbrún, 2ja ára 16. okt) send til Boston þar sem Karen átti að fara í aðgerð í dag. Við höfum ekkert heyrt ennþá, en vonum að allt hafi gengið vel og fylgjumst náið með vefsíðunni hennar Kollu, tvíburasystur Kötu.