2004-11-02Uncategorized Standard
Dómsdagur?
Ef ég myndi naga neglur þá væru þær komnar niður að kviku núna… Er samt að reyna að vinna, næ svona 1 mínútu af vinnu per 5 mínútur… Gæti verið verra. Við bíðum spennt eftir kvöldinu og vonum það besta – enda á Hulda móðursystir afmæli í dag og hvað væri betra en að fá almennilegan USA forseta í afmælisgjöf?… 😉
Lítið að frétta annars. Anna Sólrún er greinilega búin að ná sér að fullu, borðar betur, leikur sér meira og er almennt kát. Hún uppgötvaði hins vegar (því miður) í gær að ef hún flýr í burtu þá eru allar líkur á því að hún verði elt uppi! Fjör fjör!!