2004-12-04Uncategorized Standard
Laugardagur 4. desember 2004
Klyfjaða kortaskrímslið
Ég fór í dag í Stanford kringluna til að veiða jólagjafir með kortunum mínum. Veiðin gekk ágætlega, en var helst til seinleg – ég var að í heilar fimm klukkustundir! Það dugði þó ekki til að veiða allar jólagjafirnar í ár, en ég er örugglega meira en hálfnuð. 🙂
Á meðan passaði Finnur Önnu Sólrúnu og þau léku sér meðal annars á leikvellinum í bakgarðinum. Á morgun þurfum við svo að versla meira því þetta er síðasta helgin okkar hérna úti áður en við fljúgum til Íslands, snemma næsta laugardagsmorgun. Spennó!! 🙂