Sunnudagur 5. desember 2004
Anna tekur fyrstu skrefin (Anna takes her first steps)
Við Finnur fórum að versla í dag og mæltum okkur mót við Söruh í einni búðinni. Þar sem Finnur var að passa Önnu við mátunarklefann, Sarah var að máta og ég var að leita að fleiri fötum handa henni, þá tók Anna Sólrún sín fyrstu skref! 🙂 Finnur og Anna fóru síðan heim en við Sarah vorum eftir í búðinni – og þegar heim var komið þá labbaði Anna meira! Labbi, labbi, labb! 🙂
Í lok dags höfðum við svo til klárað jólainnkaupin ásamt því að ég keypti mér gallabuxur og skyrtu og Sarah keypti heila hrúgu af fötum. 🙂
So, yes – Anna took her first steps yesterday while we were shopping for clothes with Sarah at Mervyn’s. She was playing with something around the fitting room and I guess she forgot that she didn’t know how to walk… 🙂