2004-12-10Uncategorized Standard
Fimmtudagur 9. desember 2004
Svartaþoka
Við vorum koma heim eftir að hafa keyrt í þoku frá Fremont þar sem Guðrún tók að sér að passa Önnu Sólrúnu og pakka inn jólagjöfum á meðan við Finnur, Snorri og Sif fórum á The Incredibles! Þar með erum við Finnur víst orðin eðlileg – loksins búin að sjá þessa mynd!
Annars er ótrúlega stutt í Íslandsferð! Á morgun verður pökkunardagurinn mikli – ég held að við höfum aldrei áður ferðast með jafn mikið af dóti á milli landa! Oh, boy. Ætli við þurfum ekki að prufukeyra að raða þessu öllu í bílinn annað kvöld svo við lendum ekki í vandræðum klukkan 6 á laugardagsmorgni…