2004-12-11Uncategorized Standard
Laugardagur 11. desember 2004
Komin til Minneapolis
Við erum lent í Minneapolis, búin að tékka okkur inn í Íslandsflugið, borða, versla smá og erum núna að bíða eftir fluginu sem leggur af stað eftir 2 tíma. Anna sefur vært í vagninum við hliðina á mér og Hrefna er farin í meira búðarráp. 🙂 Anna var bara nokkuð góð í vélinni hingað, blundaði tvisvar og lék sér þess á milli með dótið sitt. Bjóst við verri flugferð eftir Seattle ferðina. Vonandi heldur þetta áfram í Flugleiðavélinni (sjö níu þrettán). 🙂 Og í ótengdum fréttum: Áfram Everton! 🙂