Komin aftur til USA
Við vorum að hrynja inn úr dyrunum eftir langt ferðalag frá Íslandi. Ferðin gekk svo sem vel, engar uppákomur en við erum öll lúin og þreytt. Anna Sólrún svaf aðeins í fyrri fluginu (rúma klst) en var síðan bara í fullu fjöri það sem eftir lifði ferðar og fór í margar gönguferðir upp og niður ganginn.
Hún sofnaði síðan fljótlega eftir að við komum til Minneapolis, svaf á meðan við borðuðum “kvöldmat” með öðru pari sem var líka með börn, vaknaði rétt til að fara um borð í næstu flugvél, sofnaði klst eftir að hún fór í loftið og svaf meira og minna alla leiðina til San Fran. Finnur rotaðist algjörlega í seinni vélinni þannig að hann fær að taka “morgunvaktina” 🙂
Þegar heim kom beið okkar fjall af pósti, og nokkrir maurar hér og þar, en við höfum ekki séð ummerki um neina mauraárás eða neitt af því tagi… amk ennþá. Ok. Háttatími. 🙂