Sunnudagur 16. janúar 2005
Útivera
Vikan leið án mikilla tíðinda. Helst gerðist það að Logi og Tassanee komu í mat og borðuðu hangikjötið sem við komum með handa þeim frá mömmu Loga, og svo fórum við í mat til Guðrúnar og Snorra og vígðum spilið sem þau gáfu okkur í jólagjöf. Eðal spil það! 🙂
Í gærmorgun sögðum við aðgerðarleysinu stríð á hendur og fórum eldsnemma á fætur til að keyra niður til Monterey þar sem Finnur kafaði með Loga og Tassanee. Við Anna skemmtum okkur hins vegar vel við ganga um svæðið og leika okkur á ströndinni. Þá dýfði Anna höndunum í Kyrrahafið í fyrsta sinn og líkaði bara vel! 🙂
Í dag ætlum við aftur að flýja maurana í eldhúsinu (þeir halda að þeir séu komnir til að vera) og fara í “pikknikk” upp að einhverju stöðuvatni með Guðrúnu & Snorra og Soffíu & Ágústi og áhangendum (eins og fjölskylda Finns kallar það). Best að fara að athuga hvert við erum eiginlega að fara… 🙂