Föstudagur 18. febrúar 2005
Nýtt leikfang
Nýja myndavélin okkar (Canon 300D) kom í dag og ég eyddi kvöldinu í að leika mér með hana. Augusto og Sarah komu í heimsókn um seint og síðir og ég tók af þeim grilljón myndir enda þessi myndavél miklu stillanlegri en gamla vélin okkar og því fullt að prófa. Helsti munurinn á þessari vél og gömlu vélinni er að núna get ég tekið nærmyndir af hlutum án þess að þeir séu stanslaust oflýstir eða undirlýstir, þar með taldar andlitsmyndir. Ég biðst því fyrirfram forláts á því að það verða margar margar andlitsmyndir á myndasíðunum okkar á næstunni því ég þjáist af smá skorti…
Í dag hitti ég svo líka Berglindi, Sólveigu og Peggy ásamt afkvæmum í hádeginu og það var voða gaman. Ótrúlegt að sjá hvað börnin eru búin að braggast mikið!! 🙂 Framundan er þriggja daga helgi, á mánudaginn er víst “forsetadagurinn”, ullabjakk! Annað kvöld er von á fólki í mat, á sunnudaginn förum við kannski með Guðrúnu og Snorra að leita að snjó (fyrir börnin sko)! Mánudagurinn er óráðinn. En best að fara að sofa núna, Anna Sólrún er búin að vakna miðnæturvaknið sitt og því óhætt að fara að lúlla í alvörunni.