2005-03-14Uncategorized Standard
Sunnudagur 13. mars 2005
Leggjum í hann á morgun
Við Anna Sólrún fljúgum til Íslands á morgun með millilendingu í Boston! Það hefur verið nóg að gera þessa síðustu daga við að ganga frá ýmsum lausum endum en núna er þetta (vonandi) að mestu komið. Ég er búin að pakka í töskurnar og klippa Finn og núna er bara að lúra í nokkra tíma áður en við leggjum af stað á flugvöllinn klukkan 6 í fyrramálið. Reyndar er heilsa eitthvað að stríða okkur, ég er með hálsbólgu og stíflaðan haus og Finnur líka. Anna Sólrún er búin að vera rám í nokkra daga, en við vonum að við lifum þetta af!!!