2005-03-14Uncategorized Standard
Mánudagur 14. mars 2005
Svefnleysi
Gat nú skeð, mér kom ekki dúr á auga í alla nótt!! 🙁 Líklega er stress aðal sökudólgurinn en það hjálpaði ekki að vera uppfull af kvefi… Anna Sólrún hins vegar sló sitt eigið svefnmet og svaf í einum rikk frá tæplega átta í gærkvöldi þar til vekjaraklukkan fór af stað núna áðan. Við erum núna að borða morgunmat og svo leggjum við bara í hann. (Klukkan er 05:36) Áætluð lending í Keflavík er tæplega sjö að staðartíma á þriðjudagsmorgni, sem mun vera 11 hjá okkur á mánudagskvöldi.
Þetta verður laaaaangur dagur…