Mánudagur 4. apríl 2005
Komin á leiðarenda
Eftir laaangt ferðalag erum við Holla, Óli og Anna Sólrún komin til Kaliforníu og öll á leiðinni í háttinn. Ferðalagið gekk vel, Holla elti Önnu út um alla Leifsstöð á meðan ég verslaði, við fengum 6 sæti út af fyrir okkur í Icelandair vélinni (þvílíkur lúxus!), Anna Sólrún svaf meiri að segja í 80 mínútur af 5 klukkustunum!
Þegar til Boston kom var röðin í passaskoðunina ekkert of hroðaleg og við náðum að bóka okkur inn í næsta flug u.þ.b. klukkutíma fyrir brottför. Það leit nú ekki vel út með það ferðalag samt, því vélin var næstum full og ég sá fram á vonda flugferð með Önnu sofandi í fanginu á mér meiripart ferðar. Sem betur fer færði sig svo einhver svo við fengum tvö sæti við glugga, svo Anna lúllaði í miðsætinu þar í um fjórar klst af 6. Við vorum hins vegar nokkuð framar en Holla og Óli, en þar var svo sem allt í lagi því Anna svaf svo vel.
Ég svaf eitthvað minna (líklega svo til ekkert) því alltaf þegar ég var við það að detta út af, þá hreyfði Anna sig og bylti sér um í sætinu. Hún vaknaði svo endanlega þegar gæinn við ganginn fór aftur að lesa bókina sína og kveikti ljósið. Oh, well. Mesta bögg ferðarinn var svo að litla greyið ældi smá 15 mín fyrir lendingu, kannski út af flugveiki, kannski út af hálf-vondri mjólk sem ég fékk frá flugfreyjunum. Hver veit. En hún komst fljótlega í hrein föt og síðan hittum við Finn á flugvellinum.
Það tók sinn tíma að ná í bílaleigubílinn fyrir H&Ó en það hafðist fyrir rest og núna erum við öll undir einu þaki. Best að fleygja sér núna í rúmið samt, klukkan orðin 3 um nótt (10 um morgun á Íslandi)… ahemm!