Mánudagur 11. apríl 2005
Flýti-kvebbi
Það tók Önnu Sólrúnu bara 4 daga að verða “up to date” á kvefinu í leikskólanum. Núna lekur og lekur og lekur bara úr nefinu á henni, og hún er frekar pirruð yfir því og sefur ekki sem best. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það nú bara vera frekar vel af sér vikið af kvefpestinni! Lítið að gerast annars. H&Ó eru ennþá hjá okkur, sem er hið besta mál. Eitthvað fór köfunarplanið hans Óla út um þúfur á laugardaginn og hann verður því að bíða fram á miðvikudag til að klára prófið. Síðan þjóta þau í líklega í burtu í “road trip”!
Á meðan er það bara “lífið eins og venjulega” hjá okkur hinum. Ég er að reyna að hökta í gang með mitt stöff og Finnur vinnur að venju. Sumarið er að reyna að ákveða að koma, það rignir af og til ennþá, en inn á milli eru heiðskýrir dagar og ágætis hiti úti. Hápunktur míns dags var líklega að skreppa örstutt til Berglindar og Daníels (Styrmir var ekki heima) til að ná í lykla. Allt of langt síðan við höfum hitt þau.