Sunnudagur 8. maí 2005
Gengið um
Það leit út fyrir að dagurinn yrði blautur þegar ég skrölti út úr húsi rétt fyrir 11 í morgun til að skokka mitt vikulega sunnudags/prairie-home-companion skokk. Það stóð heima að eftir þrjá hringi (1.2 km) byrjaði að rigna hressilega og ég hélt heim á leið. Eftir hádegi stytti sem betur fer upp og Guðrún kom með Sif og Baldur og við héldum á indjána pow-wow-ið. Þar skoðuðum við sölubása og sáum indjánadansa sem voru aðallega “hrista sig þannig að skrautið nyti sín sem best” dansar.
Því næst röltum við inn á miðjan kampus þar sem “Stanford Fair” var í fullum gangi. Það var fullt af sölubásum þar sem maður gat keypt myndir og keramik og trédót og fullt af öðru dóti! Eftir að horfa á dansatriði og kíkja í bókabúðina löbbuðum við svo heim þar sem Finnur og Snorri biðu eftir okkur. Síðan var Finnur sendur út í búð að redda kvöldmat.
Við ætluðum að elda Hollu-lax með mangó-chutney og pistasíó-hnetum, en enginn fannst óþýddur heili laxinn svo við enduðum í ljúffengu svínakjöti í staðinn. Síðan spiluðum við “Vacation USA” sem mamma Augusto bjó til (!!!) og skemmtum okkur ágætlega yfir því!
Núna er ég svo búin að vaka yfir mig að setja Yosemite myndir á netið og hlusta með öðru eyranu á sjónvarpið þar sem ég á að taka höfuðverkjalyf, tryggja bílinn minn, kaupa tölvuþjónustu, horfa á fleiri sjónvarpsþætti og nota aldurshverfandi krem. Ég held að ég fari frekar að stunda svefn!