Miðvikudagur 11. maí 2005
Uppfærsla
Fengum að vita í dag að Anna fer upp um bekk þann 31. maí! 🙂 Ég segi nú bara “mikið var” því hún er núna næst-elst í bekknum og orðin heldur stór til að vera að þramma inn um litlu krakkana. Hún fer sem betur fer í sama bekk og hinir bekkjarfélagarnir sem hafa “útskrifast” og vonandi á það allt eftir að ganga vel. Krossum fingur.
Af öðru er lítið að frétta, við fórum í óundirbúinn kvöldmat til nágranna okkar eftir að ég kommentaði á að það væri góð matarlykt úti þar sem við vorum að sveifla börnunum okkar í rólunum. Hún hljóp inn og komst að því að eiginmaðurinn var að elda nægan kvöldmat fyrir fjóra! Annas kom ég mér þannig í vandræði því mig vantaði að elda mat í kvöld til að hafa leyfar fyrir morgundaginn. Ég fór því heim, eldaði og þegar Finnur kom loksins heim þá fórum við yfir og borðuðum “dömplings”! 🙂
Dagurinn var kannski ekki alveg sá besti annars, ætli það hafi ekki farið illa í mig að vera að vinna til miðnættis í gærkvöldi – ja, “vinna” því að á milli þess sem ég kreisti út matlab-kóða var ég á netinu að lesa mér til um nýjasta dægurmálið mitt sem er American Idot platan frá Green Day. Ég datt um hana á netinu um daginn og hef ekki fengið mig fullasadda enn. Endaði á því að sniffa uppi vídeóið frá Storytellers þættinum með þeim, og það er að keyra í bakgrunninum þar sem ég skrifa þetta, gleraugnalaus. Vinsamlegast ekki láta stafsetningarvillurnar fara mikið í taugarnar á ykkur! 🙂
En í dag var sem sagt míní-hópfundur sem byrjaði á því að leiðbeinandinn minn var að bögglast í kringum það sem ég hef verið að gera. Ég var súper neikvæð (stöff ekki að virka nógu vel…), líklega vegna þess að ég vann yfir mig daginn áður og þvoði svo þvott í morgun sem fór næstum með bakið á mér (við þurfum að keupa okkur kerru undir þvottinn því við förum alltar með stóran fullan dunk út (nóg í þrjár stórar þvottavélar) og berum hann yfir bílastæðið. Það gengur svo sem, en ekki þegar Anna Sólrún fugla-eltari kemur með…)
En sum sé, þar sem að ég vinn ekki lengur niðri í skóla, þá hitti ég leiðbeinandann minn ekki alveg nógu oft, svo þegar ég mæti á þessa fundi, þá fer stundum of mikill tími í að hann er eitthvað að spekúlera um dótið sem ég er að gera, sem eyðir tíma allra hinna. Sem pirrar mig, því ég væri frekar fúl ef þetta væri að gerast með aðra í hópnum. Svo bætir ekki úr skák að fundurinn byrjar það seint á miðvikudögum að ég þarf að hlaupa út til að fara í Co-op án þess að heyra í flestum hinum. Þannig að ég var með móral í dag, og neikvæð og vonandi gengur eitthvað betur á morgun!
Krapp hvað klukkan er orðin margt (fengum spilagesti sem horfðu á Daily Show með okkur. Það byrjar ekki fyrr en 23…) Best slökkva á gítar-rfiffunum og fara að lúlla.