2005-06-13Uncategorized Standard
Mánudagur 13. júní 2005
Meira chili einhver?
Indverjarnir í vinnunni kvarta oft yfir því hvað maturinn í vinnunni er bragðlaus og eru duglegir að drekkja matnum í sterkum sósum og chilidóti svona dags daglega. Manni finnst það oft eins og að þeir séu að fá sér afréttara til að lækna þynnkuna… 🙂 En hvað um það – ég rak upp stór augu í dag því nú er svo komið að örbylgjupoppið er núna orðið aðeins of bragðlaust fyrir þá – og hvað er þá til ráða?? Jú, hvað annað en chilisósa út á örbylgjupoppið! 🙂 Ég segi nú bara eins og Steinríkur: “Indverjar eru klikk!” 🙂