Miðvikudagur 15. júní 2005
Procrastination
Ég er orðin snillingur í að eyða tímanum í vitleysu. Ég er að reyna að krafsa mig í gegnum eina grein og þetta er dagur tvö. Í dag er ég í staðinn búin að kjafta á MSN, skoða vefinn og setja upp Google AdSense til að vera viðræðuhæf við Guðrúnu og Arnar Google fólk í næsta partýi! 🙂
Til að athuga hvort að Google dótið virkar þá kemur hérna smá dót á ensku, því að Google auglýsingarnar virka bara fyrir ensku og leitarvélin plokkar orð af vefsíðunni til að velja auglýsingar:
Wouldn’t it be nice if Icelandair sold flights to and from Iceland for a good price? And wouldn’t it be even nicer if they would charge the same for people flying from Iceland as they charge for people flying to Iceland?! They always make the poor Icelanders pay more than the foreigners. Maybe the New York Times should write a story about that!
Seinna: Hrumph, engar auglýsingar (þær eru sko ósýnilegar ef það er ekkert til að auglýsa. Ef það er eitthvað til að auglýsa þá birtast þær undir öllum mánuðunum hægra megin…).