Laugardagur 18. júní 2005
Tidbits
Ég er alltaf að búa til sætar litlar bloggfærslur í hausnum á mér en gleymi síðan að pósta þær… En nú er ég búin að opna nýja færslu, og hvað hef ég þá að segja?
Jú, ekki nóg með að það kosti tæplega $900 á mánuði að hafa Önnu í leikskóla hálfan daginn, heldur þurfum við líka að koma með “snakk” fyrir 12 börn tvisvar í mánuði. Þetta “snakk” skal innihalda bæði kolvetni og prótein, og ná yfir amk þrjá fæðuhópa! Við mæðgur eyddum því föstudagsmorgninum í að búa til snakk, fyrst þurfti að fara út í búð (rosalega er mikið af fólki í búðinni klukkan rúmlega 9 á morgnana!), svo skera niður grænmeti og elda það, sjóða pasta, skera niður ávexti og ost, pakka öllu niður og fara svo með. Þetta borða krakkarnir svo eftir að þau vakna eftir síðdegisblundinn – og það góða við þetta “system” er líklega að ég þarf ekki að hugsa senda mat með Önnu á daginn.
Annað sætt: Ég er núna búin að “vinna mér inn” heilan $1.26 sem eru um 80 krónur í gegnum Google auglýsinguna síðan á fimmtudaginn… Nú er bara að bíða í 1-3 mánuði í viðbót, og þá verð ég kannski komin með $100 sem þarf til að fá útborgað! 🙂
En núna liggur leiðin til Fremont, í nautasteik og ljósmynda-leik. (Ég var að fá 700 myndir úr framköllun, og þarf að setja þær í albúm! Vúúhúú! 🙂