Föstudagur 17. júní 2005
Þjóðhátíðardagur og meira barnamál
17. júní er alltaf extra merkilegur dagur fyrir okkur. Ekki bara að þetta sé þjóðhátíðardagur (til hamingju Íslendingar!), heldur er þetta dagurinn sem við Hrefna byrjuðum saman fyrir ellefu árum síðan og líka brúðkaupsafmæli Eyrúnar systur og Vignis (til hamingju!) :). Við Hrefna (og Anna) eyddum kvöldinu með Söruh í Skandinavíu-grillveislu og erum nýkomin heim.
Ég tók mig annars til og skráði niður nokkur fleiri orð sem Anna kann. Orðalistinn er alltaf að lengjast og í raun miklu fleiri orð sem hún skilur heldur en hún segir. Við eigum það til að sýna henni myndir af fullt af hlutum spyrja hana hvar hinn og þessi hlutur er. Kom mér á óvart hvað hún þekkti mikið af hlutum sem hún kann ekki að bera fram heitið á (epli, stjarna, tungl, fiskur, hattur, bátur, sól, grís til að nefna nokkur orð). 🙂
Orðin sem hún kann að segja eru aðallega íslensk fyrir utan þrjú orð á ensku (sem við þekkjum); helst orð sem koma úr lesefninu eins og eðlilegt er en einnig orð eins og hár og munnur og svoleiðis, en henni finnst nefnilega gaman að líta framan í okkur á meðan við reynum að lesa og segja hæ! og benda svo á hárið á okkur (“há!”) og pota í augun á okkur (“au!”). 🙂 Við erum enn að læra málið hennar en það eru nokkur orð sem hún segir sem við skiljum ekki, t.d. þegar hún bendir upp í loftið og segir “Di… Di…”
En hér er orðalistinn í heild sinni eins og hann lítur út í dag (eigum örugglega eftir að bæta við listann á næstu dögum þegar við munum eftir fleiri orðum)…
Anna | Þýðing | Anna | Þýðing |
No! | Nei | Ðöh! | Ógeð (rusl/blettur) |
Mimm | Munnur | Bau bau | Baunir |
Ár | Hár | Róró | Róla |
Au | Auga | Me me | (kindahljóð) |
Muuu | (kýr) | Bei | Bein |
Dúkkdúkk | Dúkka | Óvó! | Sár/fæðingarblettur |
Vóvó | Voffi | Dré | Tré |
Vóvó | Róla | Bóm | Blóm |
Bíh | Bíll | Böbö | Bubbles (sápukúlur) |
Bíddu | Bíddu | Jamm | Jamm |
Lolo | Losa (t.d. öryggisbelti) | ||
Eldri orð sem hún kann | |||
Mama | Mamma | Babi | Pabbi |
Dudda | Snuð | Vaááá | (undrunarhljóð) |
Datt | Datt (/ég henti) | Bíbí | (fuglahljóð) (reyndar oft öll dýr) |
Bæbæ | Bless | Gokkka | Sokkur/sokkar |
Nona | Svona (vil fá þetta) | Baba | Bangsi |
Gekka | Drekka | Vah | Voff (hundahljóð) |
Burr | (bílahljóð) | Duggadugg | (bátahljóð) |
Gaka | Taka | Gagga | Gaggalagú (hanahljóð) |
Gúka | Það er kominn tími á bleyjuskipti 🙂 | Údúdúd | Út |
Bah | Bolti (eiginlega frekar “Ball” – fyrsta enska orðið) | Búi | Búið (ekki meira) |
Nammi | Borða/Svöng | Eih | Heitt! |
Eyyyy | Eyra | Dei | Skeið (og stundum gaffall) 🙂 |
Tah | Takk (þegar búið að rétta henni e-ð | Gó | Skór |