Miðvikudagur 22. júní 2005
Froskur!
Hann Kristján froskur kom og kíkti á okkur í kvöld, en hann situr annars sveittur við að skrifa doktorsritgerðina sína áður en hann fer til Íslands á laugardaginn. Hann kom með þessar líka fínu flögur og bjór og við spjölluðum um daginn og veginn. Til dæmis kom í ljós að í íslenskum doktorsvörnum eru tveir “andmælendur”, og í hans tilviki munu þeir báðir þurfa að fljúga sérstaklega til Íslands til að “andmæla”! Vonandi andmæla þeir samt ekki um of – en það á sem betur fer ekki að vera mikil hætta á því.
Lítið annað gerðist í dag, það var míní-hópfundur, sem tók allt of langan tíma og skilaði voða litlu að venju. Hópurinn samanstendur af fólki sem er að vinna að svo mismunandi vandamálum að það er erfitt fyrir okkur að skilja hvað hitt fólkið er að fara. Það hjálpar svo ekki þegar einhver festist í miðri útskýringu og eyðir hálftíma í að reyna að spóla sig í gegn án þess að fá mikla hjálp…
Hér er svo smá bútur á ensku til að reyna að breyta um auglýsingu! 🙂
Yesterday we got an email from our bank that Finnur’s debit card number had been one of the millions of card numbers that were leaked out onto the internet recently. Thankfully we couldn’t find any entries on our bill that looked suspicious, but we got it deactivated anyway just in case. Then clumsy me thought that our actual VISA card had been compromised, I mean what the heck is “C.I.C.R. Geneve CH”?! After some headscratching and a Google search it finally came to me that I’d donated money to the International Red Cross after one of those guilt-inducing TV programs about the poor state of things in the world. It turns out their acronym is really from their French name of “Comité International de la Croix-Rouge”… Now why isn’t that so surprising?! 🙂