Fimmtudagur 30. júní 2005
Hoppi, hoppi
Til að reyna að koma mér betur inn í vinnugírinn, og þá sérstaklega lestrargírinn, þá hef ég verið að eyða meiri tíma á skrifstofunni. Það dugði til að ég náði að lesa mig í gegnum þessa líka fínu (lesist: skiljanlega, á ensku en ekki stærðfræðísku) doktorsritgerð án þess að fá heilablóðfall, eða éta mig í gegnum ísskápinn heima. Nú bíður mín hins vegar þurrari lesning, svo ég var næstum því hálf-fegin að í byrjun vikunnar kom í ljós að það var böggur í kóðanum mínum. Verkefni dagsins í dag var sem sagt að finna bögginn.
Sem betur fer fannst böggurinn (Jæks hvað ég er samt léleg að kommenta kóðann minn!), en hann leiddi í ljós annan bögg, og leiðinlegri, því hann snýst um hvernig og hvað ég nota til að framkvæma ákveðna aðgerð. Nú þarf ég að ákveða hvort að ég sitji heima og reyni að vinna mig í gegnum bögg númer tvö, eða fari á skrifstofuna og lesi þurran pappír… Og svo er ég með þriðja, og fjórða verkefnið á listanum sem ég þyrfti að fara að vinna í en hef ekki komist til ennþá. Bleh!
Morguninn og morgnarnir yfir höfuð eru samt sykursætir með Önnu hérna heima eða úti í garði. Í morgun komu Berglind og Daníel í heimsókn og eftir smá byrjunar-feimni þá kom þeim ágætlega saman. Því miður lítur út fyrir að þau Styrmir séu hins vegar að flyta í burtu (hvert veit enginn!) eftir 6 vikur þannig að nú stefnum við á að nota þessar morgunstundir betur! 🙂
Svo var það hvums vikunnar, en það mun víst vera svo að meiriparturinn og/eða 90% af bandarísku fjölskyldunum sem búa í garðinum okkar séu mormónar! Ekki það að ég hafi neitt sérstakt persónulega á móti mormónum (virðist allt vera fínasta fólk!) en þetta endurspeglar bara ekki alveg hlutfall mormóna í þjóðfélaginu almennt. Tölfræði mæ ass! 🙂 Eins skondið og/eða sorglegt og það er, þá komumst við að því eftir á að nágrannahjónin sem voru að flytja voru mormónar, og fólkið sem tók við íbúðinni eru það líka! Ég þekki þau annars örlítið því hann byrjaði í rafmagnsverkfræðinni í fyrra og ég talaði við hann og rússnesku konuna hans þá. Fínasta fólk, en heldur hlédrægt. Þetta verður fjör! 🙂