Sunnudagur 9. október 2005
Maraþon-myndauppfærslu-helgi
Við gerðum ekkert um helgina, svona þannig séð. Það er að segja við fórum ekki neitt, nema út í garð og búð. Samt erum við bæði búin að vera upptekin, ég við að ná í skottið á myndunum okkar (bæði hér til vinstri og á “aðsendum myndum“) og Finnur við að setja saman svona neyðar-kassa ef svo skyldi fara að eitthvað alvarlegt kæmi fyrir og stjórnvöld myndu standa sig jafn-vel og núna nýlega.
Hvorugt okkar náði að klára sitt verkefni til fulls, en við náðum þó að klóra vel í bakkann. Hjá mér skipti höfuð máli að ég er búin að leggja Photoshop í bili, og farin að nota Picasa2 í staðinn. Það forrit býður upp á helstu lita- og birtulagfæringar en helsti kosturinn er að það er súper-auðvelt að breyta stærðinni á mörgum myndum í einu.