Sunnudagur 16. október 2005
Komin heim aftur
Við lentum í Bay Area klukkan tæplega 10 í kvöld, og hann John hennar Kerriar náði í okkur á flugvöllinn. Það var frábært að heimsækja Gunnhildi & Co. og leiðinlegt að fara svona fljótt heim aftur. Við kannski reynum að kíkja til þeirra aftur næsta vor…
Annars lentu Kerri og John heldur betur í bílaálögunum okkar! Síðast þegar við fengum einhvern til að sækja okkur út á San Jose flugvöll þá dó rafhlaðan í bílnum okkar og við þurftum start til að komast af vellinum og heim! Í þetta sinn þá var John ekki fyrr kominn heim frá því að skila okkur á flugvöllinn en að hann sá að annað framdekkið okkar var sprungið! Þau skötuhjú þurftu því að skipta á dekkinu á bílnum okkar í morgun, og þá kom meiri að segja í ljós að varadekkið var loftlaust líka! Sem betur fer áttu þau stóra hjólapumpu sem reddaði því vandamáli!
Svo verð ég að senda hamingjuóskir til Helgu & Sturlu annars vegar og Loga & Tassanee hins vegar, en þau giftu sig um helgina! Húrra fyrir því!! 🙂