Sunnudagur 6. nóvember 2005
Piss, piss og kúkamál
Nú er hafin af-bleiun Önnu Sólrúnar! Planið er að hún sé bleiu-laus heima við, en með bleiu á leikskólanum amk fyrst um sinn, því ég vil ekki að gera leikskólakennarana gráhærða alveg strax… Af-bleiunin hófst meðal annars vegna þess að það var orðið mikið sport hjá Önnu Sólrúnu að vakna, segjast þurfa á koppinn, þjóta þangað og pissa svona líka heilmikið í koppinn! Þetta er auðvitað snilldartrikk til að ná foreldrunum á örskotsstundu fram úr rúminu! 🙂
En sum sé, á föstudagsmorgun heppnuðust tvo koppapiss, en restin fór bara í nýju nærbuxurnar. Laugardagurinn var upp og ofan, hápunkturinn var kúk og piss í klósettið (!!!) og svo núna í morgun þá tilkynnti hún hátt og snjall að hún þyrfti að kúka (fyrra skiptið reyndist vera gabb samt) og kúkaði svo í koppinn. Eitthvað er radarinn samt ekki alveg kominn í lag, því þegar við vorum svo úti áðan, þá pissaði hún á sig. Ég er samt á því núna að ég sé komin með svo mikið persónulegt ógeð/leið á bleiu-skiptum, að mér finnist betra að skola bara fötin hennar og þvo þau heldur en að standa í þessu bleiu-dæmi!!!
Í öðrum Önnu-þróunarfréttum þá lærði hún að nota hjólapedala í vikunni (á fimmtudaginn í leikskólanum) og finnst það mikið sport. Klifrar upp á öll hjól í garðinum og stundum tekst henni að hjóla, en stundum er það ekki alveg að ganga. En grunnhugmyndin er komin… 🙂
Í öðrum heimilisfréttum er að Finnur kom heill á höldnu frá Atlanta á föstudagskvöldið (jibbbíí!! 🙂 en að í kvöld byrjar þriðja og síðasta 5-nátta tilraunastarfsemin hjá mér. Það er ekki jafn gaman, aðallega svefnlega séð. Fínt svo sem að sitja þarna uppfrá og pikka á fartölvu, en algjör bömmer að vera að skríða heim um 4 leytið að nóttu til…
Annars er ég heldur betur farin að stressast upp í mínu dóti, síðasta vika var algjört flopp, komst ekkert áfram, og núna nálgast AGU ráðstefnan í San Fran óðum, og þar var ég búin að lofa að mæta með tvö plaggöt, og er ekki búin að vinna nærri nægilega mikið úr neinu fyrir hvorugt þeirra. Til að minnka stressið fórum við Guðrún í “verslunar-þerapíu” í gær og keyptum slatta af jólagjöfum – en það gæti samt farið sem svo að pabbi og Anthony verði aðallega barnapíur á meðan þeir verða hér í lok nóvember…