Mánudagur 21. nóvember 2005
Brrrr…
Eitthvað er hitabylgjan að láta undan, amk er orðin skítkalt núna á kvöldin og næturna. Það lítur svo út fyrir að það verði skýjað og mögulega rigning á meðan pabbi og Anthony koma í heimsókn – en amk svona 16-17 stiga hiti. Ó, well.
Helgin er annars nýbúin og fljótlega að byrja aftur – það er “þakkargjörðarhátíð” á fimmtudaginn og frí líka á föstudaginn. Hins vegar er lífið ekki alveg í frí-gír hjá mér, en boy oh boy hvað ég er farin að hlakka til jólafrísins! 🙂
Ætti að vera að fara í rúmið, en var búin að lofa að ná í Kerri og John á flugvöllinn núna á eftir, þau eru að koma frá snemmbúnni þakkargjörð heima hjá John. Síðast þegar fréttist þá var hann að hjálpa til að gera að dádýri sem einhver fjölskyldumeðlimurinn var nýbúinn að skjóta. Heillandi það eða hitt þó!
Á heimavígstöðvum þá er Anna Sólrún alltaf sami orkuboltinn og nær að pissa/kúka í klósettið svona í annað hvert skiptið. Stundum er hún alveg með þetta á hreinu, t.d. kallaði hún á okkur í kvöld, þá stóð hún ber á bossanum í rúminu og vildi fá að kúka. Ég setti hana með hraði á klósettið þar sem hún pissaði, en rúmið reyndist skrauf-þurrt. Skrítið mál allt.
En jæja, best að fara að haska sér á hraðbrautina! Brrumm brumm í brr-anum! 🙂