Fimmtudagur 1. desember 2005
Bori, bori
Við vorum að klára að festa loksins þessa blessuðu Ikea jarðskjálfta-borða á nokkrar af hillunum okkar í stofunni. Núna erum við því aðeins rólegri með að hillurnar hrynji ekki bara niður ef “sá stóri” skyldi skella á. Á morgun er svo lítinn fyrirlestur frá Rauða krossinum um stórslysa-undirbúning. Svona er maður orðinn paranojd!
Er annars að klambra saman plaggötum fyrir AGU í næstu viku. Er pínkulítið með allt mitt á hælunum að vanda og á síðustu stundu. Það lítur út fyrir að við fáum mögulega fjórðu tilraunaröðina eftir tvær vikur, rétt áður en við förum til Íslands, og ég er komin með það þétt á tilfinninguna að ég hafi engan tíma til að fara í frí! Oh, boy!
Svo rigndi alveg eldi og brennisteini (þrumur og eldingar og allt!) í allan dag! Ég klæddi Önnu Sólrúnu í pollagallann klukkan rúmlega 8 í morgun til að leika úti í rigningunni, því svoleiðis fyrirbæri gerast ekki oft! Mig grunaði líka (sem reyndist rétt) að þau myndu ekki fara út að leika á leikskólanum í dag… Eftir morgunsullið fórum við svo í Great Mall kringluna og keyptum föt á börnin. Í fyrramálið liggur leiðina í Stanford kringluna að kaupa skó á Önnu Sólrúnu og svo fara þeir feðgar aftur til Englands á laugardaginn.
Og gúlp, það er kominn DESEMBER!!!