Sunnudagur 11. desember 2005
Styttist í heimferð
Við erum að fara heim á fimmtudaginn!!! Dagurinn var þéttpakkaður, piparkökubakstur í morgunsárið, jólagjafainnkaup um hádegisbilið, Tommi og Stína komu í heimsókn um kaffileytið og við fórum með þeim út að borða og að lokum komu Augusto og Sarah ásamt Todd og nýju kærustunni hans í heimsókn og við horfðum á The Fantastic Four, sem verður nú bara að teljast alveg ferlega slöpp mynd. Söguþráðurinn var amk illskiljanlegur, varla til staðar eiginlega. Það hjálpaði ekki að “sólarstormurinn ógurlegi í blábyrjun var sýndur sem svakalegt ljósasjóv, sem gekk hálf treglega niður í of-menntuðu áhorfendurna.
Í blá-blá lokin er ég síðan búin að setja nýjar myndir á netið (loksins!).
P.s. það er orðið ferlega erfitt að fara með Önnu Sólrúnu út að borða á veitingastöðum. Henni leiðist svo að sitja að hún segist þurfa að fara að “kúka” í tíma og ótíma, sem er kannski ekki skrítið þegar það er boðið upp á sjálfsturtandi klósett og sjálfkrafa vatnskrana. Spennó! En þreyttir og hálf-pirraðir foreldrar líka…