Sunnudagur 8. janúar 2006
Komin aftur til Bay Area
Vorum að skríða inn um dyrnar hérna heima, með ótrúlega mikinn farangur en annars í nokkuð góðum gír bara. Flugin gengu mjög vel bæði, Anna Sólrún sofnaði í fanginu á mér í flugtaki í Flugleiðavélinni og svaf í tæpa klst en át svo barnamáltíðina upp til agna (alveg þess virði að bíða í 25 mínútur í símanum til að panta það) og lék sér. Finnur var reyndar að mestu með hana, ég gluggaði í Tipping Point bókina á meðan.
Í Boston mættum við að næstu vél fimm mínútum áður en það var farið að hleypa um borð svo þetta mátti varla tæpara vera! Við rétt náðum því að kaupa okkur samlokur og hlaupa síðan um borð. Anna Sólrún sofnaði 1,5 klst eftir flugtak og vaknaði ekki fyrr en vélin var næstum orðin tóm á hinum endanum. Seinna flugið var samt 6 klst og ég held að hún hafi reyndar pissaði í sig þarna í sætinu. Það gerir samt ekki mikið af sök því í JetBlue eru öll sætin leðursæti og þar að auki var þetta mest allt í buxunum hennar.
Annars stóð hún sig eins og mesta hetja í pissu- og kúkamálum! Það urðu engin slys nema þarna alveg í blálokin, en þá var henni hvort eð er allri lokið svo hún fær enga skömm í hattinn fyrir. Best var þegar við vorum í passaskoðuninni og hún þurfi að kúka, þá fékk Finnur tollblaðið afhent fyrirfram (gæinn átti sko börn líka – rosa skilningsríkur), og fékk að hlaupa í gegnum eitt hliðið (aftur til baka) til að fara með hana á klósettið. Löggan kláraði svo mitt passastand og svo beið ég eftir að þau kæmu aftur inn til USA. 🙂 Reyndar var það orðið fullmikið sport að fara á klósettið þarna á tímabili, við vorum farin að fara með hana til skiptis, því þetta er hálfgert basl á þessum litlu flugvélaklósettum.
Á leiðarenda náði Guðrún í okkur og keyrði okkur heim til sín, þar sem við afhentum henni góðgætið frá mömmu sinni og tróðum töskunum í okkar bíl. Síðan keyrðum við heim og nú er verið að svæfa Önnu Sólrúnu (pissa á klósett!!!) og ég ætla að reyna að rífa aðeins upp úr töskunum… Svo er bara vinnurdagur á morgun!!
En við þökkum kærlega fyrir okkur þarna á Íslandi og getum varla beðið eftir að koma aftur í heimsókn! 🙂