Fimmtudagur 6. apríl 2006
Ekki rigning!
Við vöknuðum við heiðskýran himin í dag í fyrsta skipti í laaaangan tíma! Þrátt fyrir skýjaslæðing rigndi ekkert á okkur í dag og mikið var gott og gaman að labba heim úr skólanum framhjá grænu grasi og kátum blómum.
Mikið að gera samt, en ekkert af því hjálpar mér við að útskrifast. Meðal annars fór ég með Önnu Sólrúnu í heimsókn númer tvö í nýja bekkinn hennar, og það gekk vel, fyrir utan þegar allir krakkarnir áttu að sitja og hlusta á sögu, þar sem sagan var leikin af segulbandi, á meðan kennarinn hélt á bókinni og sýndi krökkunum. Anna Sólrún hafði sko engan áhuga á þessari sögu og iðaði til og labbaði um og vildi bara fá sinn hádegismat.
Ég frétti það seinna frá hennar eigin kennurum að þetta er víst algeng hegðun þegar krakkarnir fara upp um bekk, það er eins og þeir noti tækifærið til að skoða sig um á meðan það er allt rólegt. Þess fyrir utan var hún bara kát að leika sér og mér brá hvað krakkarnir í bekk með henni voru litlir þegar ég skilaði henni til síns heimabekkjar. 🙂
Í skólanum í dag var svo “admit dagur” en þá býður deildin öllum þeim sem hafa fengið tilkynningum um styrk í heimsókn til að reyna að sannfæra fólk um að velja Stanford. Það voru víst einhverjar 33 sálir sem mættu, og við eldri nemendurnar voru fengnir til að setja upp plaggöt ef við áttum þau á lager, sem og ég gerði. Eyddi svo eftirmiðdeginu í sálaruppbyggjandi spjall við mér yngra fólk og reyndi að miðla af “visku” minni… hehe.
Vonandi hengur hann þurr á morgun!! 🙂