Miðvikudagur 19. apríl 2006
Til Hilo
Á miðvikudeginum keyrðum við til Hilo; stoppuðum á nokkrum útsýnisstöðum t.d. Waipi’o dal, Akaka falls og Botanical gardens. Fylltum 1GB kortið okkar af myndum af alls konar fossum, klettum, blómum og sælum ferðalöngum. 🙂
Einn útsýnisstaðurinn sem við stoppuðum á
Foss í Botanical Garden
Það tók okkur 7 klst. (með öllum stoppunum) að keyra til Hilo (höfuðstaður Big Island) og við enduðum kvöldið á sjávarréttastað sem bauð upp á æðislega fiskrétti, sushi og sashimi í forrétt, MahiMahi, Ono og rækjur í aðalrétt og svo Mud pie, ís og eplapæ í eftirrétt. Síðan var brunað til baka í myrkrinu og það tók ekki nema tæpa tvo tíma enda ekki stoppað á leiðinni. Fengum frábært veður allan tímann, rigning öðru hverju en stytti yfirleitt upp þegar við stigum út úr bílnum (rigndi reyndar svolítið á stelpurnar í Botanical Garden meðan við strákarnir pössuðum gríslingana).