Mánudagur 1. maí 2006
Lirfur lirfur alls staðar!
Sumarið kom svo snögglega og svo seint að allar lirfurnar á svæðinu virðast hafa skriðið úr eggjunum á sama tíma og núna eru lirfur alls staðar!! Þar sem ég gekk í morgun í vinnuna mátti ég hafa mig alla við að stíga ekki á þær (flestar eru vel loðnar) og á sama tíma þurfti ég að horfa vel og vandlega á “loftið” fyrir framan mig því lirfuskammirnar eiga það til að síga neðan úr trjánum á litlum þræði og hanga oft í höfuðhæð. Fátt skemmtilegra en að rekast á þær og vera með lítil loðin kríli á sér – eða hitt þó heldur!
Á sama tíma þá hafa allar býflugur og vespur svæðisins vaknað snögglega og eru nú í brjálæðislegri leit að fæði. Sem betur fer bragðast blómin ennþá betur en mannfólkið, en hasarinn var svo mikill í gær að ein flugan flaug beint á rúðuna okkar. Bang!
Og á þeim skemmtilegu nótum vil ég óska Ríkey frænku til hamingju með afmælið! Ríkey elskan, ég veit aldrei hvert ég á að senda tölvupóst til þín (hvernig væri nú að taka upp gmail?! 🙂 þannig að þú færð þetta bara svona óbeint! 🙂 Bara eitt ár eftir í The Big-Three-O!! 🙂