Föstudagur 19. maí 2006
Gestir!
Þau Arnar, Magnea og Eyþór komu í heimsókn til okkar núna seint á miðvikudagskvöldið, eftir laaaanga ferð frá Íslandi. Beina flugið var ekki alveg beint víst því vélin sem átti að fljúga bilaði og þau “millilentu” í Calgary í Kanada í tæpar 30 mínútur á meðan staðgengils-vélin var fyllt af bensíni. Síðan lentu þau og þurftu að bíða í einhverjar 45 mínútur eftir farangrinum, enginn veit af hverju! Þau voru því ekki komin til okkar fyrr en rúmlega ellefu um kvöld og hrundu í rúmið! 🙂
Í gær fóru þau í San Francisco túr, og í dag er pælingin að skoða austurhelminginn af San Francisco og svo norðurhéruð. Eitthvað er veðurspáin að stríða okkur því það er verið að hóta rigningu, sem gæti þýtt allt frá því að vera skýja upp í stutta skúri í hellirigningu. Hver veit!!
Anna Sólrún er búin að finna nýtt átrúnaðargoð í honum Eyþóri, spyr um hann þegar hún vaknar og þegar hún kom heim af leikskólanum í gær. Þau leika sér voðalega vel saman og hver veit nema íslenskan hennar Önnu Sólrúnar komi til með að batna eitthvað fyrir vikið! 🙂