Sunnudagur 22. október 2006
Veisluhelgi
Þetta er búin að vera svakaleg veisluhelgi. Í gær fórum við í margfalt afmæli hjá skólafélögum mínum, þar sem Anna Sólrún stóð í flöguskálinni með smá stoppi í melónuskálinni í svona þrjá tíma. Hún heillaði að sjálfsögðu veislugesti upp úr skónum (sem flestir voru barnslausir, fyrir utan eina þriggja mánaða, og svo eina sem er ófrísk) og við eyddum dágóðum tíma í umræðum um barnauppeldi. Skondið samt að þykjast vera eitthvað uppeldis-fræðirit, því að satt best að segja þá er Anna Sólrún afskaplega meðfærileg sem ég held að sé líklega meðfæddur eiginleiki en ekki eitthvað sem við höfum “gert”.
Í dag fórum við svo í 5 ára afmæli til Hildar sem er á heima í gömlu íbúðinni þeirra Ásdísar og Auðuns, og borðuðum á okkur gat. Þar með var samt ekki átið búið, því við fengum vinnufélaga Finns og konu og tvö börn í kvöldmat (gúllassúpu). Anna Sólrún og Max voru voða dugleg að leika sér saman undir vökulum augum pabbanna á meðan við konurnar röbbuðum saman inn í eldhúsi. Þar kom meðal annars á daginn að þau höfðu borgað $4000 fyrir fæðingu seinni sonarins því það var þeirra “hlutur” (þau eru með sömu tryggingu og Finnur). Og þar var ekki eins og læknabatteríið þyrfti að hafa mikið fyrir þessari fæðingu víst, fæðingarlæknirinn mun hafa verið viðstaddur í svona fimm mínútur. Hver í andsk. hefur efni á því að borga 280.000 fyrir það eitt að eignast barn?!?!