Föstudagur 27. október 2006
Föstudagur til eftir-fimm-fjörs.
Er alveg að klebera. Kleeeebeeeraaaaa… Eyddi síðustu viku í að byrja að “skrifa” eitthvað – er víst búin að lofa “grein” í byrjun næsta árs. Nema hvað að þá rak ég mig fljótt á að ég átti alltaf eftir að grunnvinna næstum allar 46 tilraunirnar á norðurhveli Mars – suðurhvelið (20 stykki) kláraði ég fyrir ráðstefnuna um daginn.
Með “grunnvinnu” þá á ég við að lesa inn gögnin, finna hvar merkið er að fela sig, klippa burt allt sem skiptir ekki máli og stilla gögnin af í tíma (og tíðni). Eftir þetta keyri ég svo smá forrit sem kíkir á gögnin og stundum þarf ég að splitta tilraun í tvennt því einni stillingunni var breytt í miðri tilraun. Allt í allt tekur ein vinnsla u.þ.b. 15-45 mínútur, en svo klúðra ég hlutum (keyri sömu tilraunina tvisvar) og svo er ég að fínstilla hér og þar og bara gaaaaaaa…
Sum sé, meiriparturinn af vikunni hefur farið í að hafa Matlab vinnandi í bakgrunninum á meðan ég les mér til um stöðu mála á hinum ýmsu bloggsíðum hér í USA svo sem Crooks and Liars, DailyKos, Talking Points Memo, Andrew Sullivan, HuffingtonPost o.s.frv. Nú er ég hins vegar komin með upp í kok (ennisholur?!) af þessu öllu saman og get ekki beðið eftir að kostningarnar séu bara búnar. Vantar eitthvað skemmtilegra að lesa um en um endalausa spillingu og skítkast.
Það bætir (vonandi) skapið að á eftir þá ætlum við að fara í leikskólann til Önnu Sólrúnar og taka myndir af öllum krökkunum í hrekkjarvökubúningum og svo ætla ég að skrolla til Soffíu í saumaklúbb. Ahhhhh… 🙂