Miðvikudagur 22. nóvember 2006
Myndir
Hann Ahmed fékk síðustu undirskriftina sína í dag og er þar með búinn. Það með er af mér þungu fargi létt því þá er hann búinn að sýna fram á að þetta er í fyrsta lagi hægt, og í öðru lagi þá hefur röðin í athygli hjá prófessornum fækkað um einn. Mér leiðist að reyna að ota mínum tota fram fyrir fólk sem er lengra komið… Ég var annars svo spennt yfir þessari útskrift að ég tók myndir af síðasta prófessornum að skrifa undir og svo Ahmed að fá pappírana. Talandi um að lifa í gegnum aðra!!
Svo fór ég á vefleitarflipp og endaði inn á myndasafnsíðunni flickr. Damn það er demoralizing að kíkja í gegnum sum myndasöfnin þar. Einmitt þegar manni finnst maður vera orðinn næstum því skítsæmilegur ljósmyndari, þá dettur maður inn á myndir hjá alvöru ljósmyndurum og fær bara fyrir hjartað. Það lítur samt út fyrir að það sé rosalega gaman að komast inn á gafl þar í ljósmyndakommúninni því að fólk kommentar á fullu á myndirnar. Kannski að ég sé bara trist af því að ég hef ekki fengið neina skemmtilega tölvupósta í marga daga, tveir skrifstofufélagar eru að fara og það er að koma frí en það er ekki jólafrí svo við verðum bara heima að bora í nefnin á okkur.